Hversu latur getur maður verið?
mjög
nú í byrjun skólaárs allavega. Stundaskrármanninum tókst að koma næstum öllum fögunum fyrir á einum degi. Það er eiginlega með ólíkindum. Verða reyndar dáldið strembnir dagar og eiginlega engar pásur, en á móti kemur að það er frí nánast alla aðra daga. Bara smá skóli á mánudögum og fimmtudögum. Þannig að nú er eiginlega komið helgarfrí (fyrir utan þennan eina tíma á fimmtudaginn, og heimaverkefnin auðvitað). En þetta verður nú ekki svona alltaf, það týnast inn fleiri kúrsar eftir því sem líður á önnina, og eftir jól verður þetta ansi þétt sýnist mér. Eins gott að nota þá haustönnina í að tónsmíða eitthvað (eða fullt).
Þá byrjar skólinn aftur á morgun. Búin að vera frábær sumarfríisvika í frábæru veðri í Útlandinu, en það verður að öllum líkindum líka gaman að byrja aftur í skólanum.
Það er ögn undarlegt að koma inn á heimili sitt eftir þriggja mánaða fjarveru, og allt er eins og maður skildi við það. Ég bjóst einhvernvegin við að hér yrði þykkt ryklag yfir öllu, og eitthvað hefði myglað sem gleymst hefði að henda. En, nei. Það var ekki einu sinni vont loft í holunni, og allt á sínum stað.
Í dag festi ég kaup í splunkunýjum HP LaserJet 1018 prentara, sem virkar alveg þvílíkt vel.
Í sumar þurfti ég tvívegis að leyta læknis vegna ákveðinna kvilla. Í fyrra skiptið vegna tognunar í kjálka (eftir allsvakalegt dett í Vestmannaeyjum) og í það síðara vegna kvefs, sem svo var greint sem vírus í hálsi. Í báðum tilvikum var mér ráðlagt að taka bólgueyðilyfið íbúfen. Það virkaði í bæði skiptin.
Komin aftur í Útlandið eftir hetjulegt ferðalag.