Thursday, August 31, 2006

Það er of gott veður þessa dagana

til að vera inni. Ef veðrið fer ekki að versna bráðum neyðist ég til að sitja inni að læra meðan það er 20 stiga hiti og sól utandyra. Það er ekki gaman. Er farin að finna átakanlega fyrir því hvað er langt síðan ég þurfti eitthvað að vera að læra heima. En þetta árið verður ekki hjá því komist. Og ég verð eiginlega að byrja STRAX. Þau heimaverkefni sem ég er búin að fá eru ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar, og þeim á að skila í næstu viku. Flestum.

Á næstu dögum (kannski á morgun) hyggst ég birta hér yfirlit yfir þá kúrsa sem ég er byrjuð í. Þar kennir sko ýmissa grasa.

Monday, August 28, 2006

Í skólanum

Í dag byrjaði fyrsta “alvöru” vikan í skólanum. Hef það á tilfinningunni að ég sé í óhugnanlega mörgum fögum þetta fyrsta skólaár, og kennurunum í þessum fögum fynnist fátt skemmtilegra en að setja nýjum nemendum fyrir verkefni sem þeir skilja lítið sem ekkert í. Gaman að því.

Það er búið að setja upp ákaflega víðtækt öryggiskerfi í skólanum. Nú kemst enginn inn í húsakynni skólans nema hafa þar til gert aðgangskort. Og ekki nóg með það, heldur gengur kortið líka að lyftunni, dyrunum að stigaganginum og fleiri dyrum sem nauðsynlegt er að komast inn um. Auk þess situr öryggisvörður vaktina við útidyrnar á opnunartímum skólans. Skil nú ekki alveg tilganginn með þessari rosalegu öryggisgæslu. Ekki það margt sem hægt er að stela með auðveldu móti. Kannski tölvur. Erfiðara með píanóin og flyglana.

Hitti enn einn íbúa gangsins míns í dag. Hún er Lettnesk.

Friday, August 25, 2006

Útlendingar

Þá er ég byrjuð almennilega í þessum skóla, og jafnframt búin að komast að því að það verður fullt að gera í vetur. Er búin að hitta alla í tónsmíðadeildinni og kennarann minn. Hann virðist fínn. Við erum svona 15 í deildinni. Þar af 2 frá Lithaugalandi.

Bý líka við mjög svo alþjóðlegar aðstæður þessa dagana. Á mínum gangi býr fólk af eftirtöldum þjóðernum:

Rússi: 1
Slóvaki: 1
Tasmani: 1
Eþíópíi: 1
Norskur orgelleikari: 1
Aðrir: 1 eða 2 (sem ég er ekki búin að hitta)

Í gær drakk ég nokkra bjóra með tónsmíðadeildinni eftir skóla, og þegar ég kom heim var enn alþjóðlegra um að litast í eldhúsinu á ganginum mínum en venjulega. Þar var smá teiti í gangi, og í hópinn höfðu bæst:

Japanir: 2
Frakkar: 2
Þjóðverjar: Milljón (eða allavega nokkuð margir).

Síðasta sólarhringinn er ég búin að eiga samskipti við fólk af allavega 10 þjóðernum. Held að það verði að teljast persónulegt met.

Wednesday, August 23, 2006

Búin að flytja

Þá er þessi flutningur loksins að taka enda, og flutningsveikin í rénun. Alveg glatað að verða alltaf veikur þegar maður er að flytja (slappur með kvef). Fékk dótið mitt úr sveitinni í dag. Útsendari minn fór í sveitina í gær og náði í dót okkar beggja sem var þar í geymslu í sumar. Hlaut hann miklar þakkir fyrir. Ótrúlegur munur að vera kominn með allt dótið sitt. Nú vantar mig bara aðeins meira dót og þá er þetta orðið fínt. Reikna með að söfnun á meira dóti gerist mjööög hægt á næstu dögum eða vikum.

Nú langar mig mest að fara að byrja almennilega í þessum skóla. Það gerist einmitt á morgun. Þá fer ég bæði í tónsmíðaeinkatíma og tónsmíðahóptíma. Það verður eflaust stuð. Annars er þessi nýnemavika búin að vera ágæt. Í dag fór ég á námskeið í afrískri tónlist (spila á afríska trommu í 2 tíma). Er dáldið illt í höndunum eftir það. Og svo hélt hornkona fyrirlestur um hvernig maður á að æfa sig. Það var fyndið. Skemmtileg kelling.

Þannig að: Allt gott að frétta

Tuesday, August 22, 2006

Nýtt heimilisfang

gerist hér með opinbert:

Olav M. Troviks vei 14, H0908
0864 Oslo
Norge

og þá getiði farið að senda mér bréf í pósti.

Er annars með sama netfang og venjulega, og norska símanúmerið frá því í fyrra.

Monday, August 21, 2006

Internet heima!

Nú er ég “loksins” komin með internet í híbýlum mínum hér í Oslo city. Er nú reyndar bara búin að vera hér í 4 daga, en búin að redda alveg hreint ótrúlega mörgum hlutum á þessum fáu dögum. Sérstaklega miðað við það að það var helgi þarna inná milli, og þá eru flestir “reddingarstaðir” (=opinberar stofnanir) lokaðir. Nenni nú eiginlega ekki að fara að telja upp einhverjar reddingar þannig að ég sleppi því.

Þessa vikuna er nýnemavika nr. 2 í skólanum og mér skilst að ég hafi ekki misst af miklu í fyrri vikunni. Mætti bara á föstudaginn og sá tvenna tónleika sem báðir innihéldu óþarflega mikið magn af misskemmtilegri nútímatónlist. Talaði við nokkra nemendur eftir tónleika. Þeim fannst ekki gaman. Hvað er eiginlega málið með nútímatónlist? Vona bara að ég fari ekki sjálf að búa til svona “lög” eftir x langan tíma í tónsmíðanámi.

Á föstudaginn áttum við litlu nemendurnir að hitta aðalkennarann okkar. Hann mætti reyndar ekki af því að hann hélt við ættum að hittast í einhverri annarri stofu (ok, lofar ekki góðu). Við hittum í staðinn 2 aðra tónsmíðakennara sem sögðu okkur ýmislegt gagnlegt um námið. Hljómaði allt mjög sannfærandi. Annar talaði reyndar bara dönsku (sem er tungumál sem er ekki hægt að skilja mjög vel), en þetta var örugglega allt mjög gáfulegt. Hann talaði meðal annars um mikilvægi þess að drekka bjór með flytjendum og tónskáldum eftir tónleika.

Og mikið er nú ótrúlega mikill munur að hafa internetið heima. Hvernig færi maður að án þess.

Saturday, August 19, 2006

Komin til Norge

Ætla bara adeins ad làta vita af mèr. Er komin à àfangastad. Bùid ad ganga alveg àgætlega. Byrjadi ì skòlanum ì gær, en sè fram à ad thad taki nokkra daga ad fà allar thær upplysingar sem mig vantar og redda ymsum hlutum (t.d. internettengingunni ì herberginu mìnu).

Er ì skòlanum nùna og ætla ad reyna ad finna stundaskràna mìna à veraldarvefnum.

Wednesday, August 16, 2006

Að flytja

Búin að pakka niður fötunum mínum og fer á flugvöllinn eeeldsnemma í fyrramálið.

Mikið afburða er nú alltaf leiðinlegt að flytja.

Takk fyrir sumarið kæru Íslendingar. Sjáumst um jólin.

Saturday, August 12, 2006

Kominn tími til

að vekja þetta blogg kannske.

Ákvað að vera ekkert að rekja ferðir mínar það sem eftir lifði sumars. Þar með gátu bófarnir ekki vitað hvenær ég var ekki heima (hí á ykkur bófar).

Fór ekki margt. Til Egilsstaða eina helgi á ættarmót, og svo á Þjóðhátið þeirra Vestmannaeyjinga nú um síðustu helgi. Var sú helgi snilldin eina, og eru þegar hafnar umræður um að festa kaup á fasteign á eyjunni grænu einhvern tímann í framtíðinni. Það var allavega ákveðið að missa ekki af hátíðinni að ári.

Held ég hætti mér ekki út í að lýsa stemmingunni í Vestmannaeyjum þessa helgi ársins. Hún er algerlega ólýsanleg, og án efa skemmtilegasta helgi ársins að mínu mati.

Takk fyrir það Vestmannaeyjar. Sjáumst að ári liðnu.

Nánustu framtíðarplön fela í sér flutninga til Útlandsins. Mun sá flutningur eiga sér stað næstkomandi fimmtudag.

Í dag er hins vegar meiningin að fylgjast með gleðigöngu kynvillinga. Úje.